Fréttir /

Endurteknar greiðslur og áskriftir

02.05.2025

Við höfum bætt við lausn fyrir fyrirtæki sem bjóða upp á áskriftir eða reglulegar greiðslur. Með endurteknum greiðslum í gegnum Straum geturðu boðið upp á greiðsluflæði sem einfaldar lífið fyrir bæði viðskiptavini og starfsfólk.

Viðskiptavinir þurfa aðeins að skrá kortaupplýsingar einu sinni – eftir það eru greiðslur innheimtar sjálfkrafa samkvæmt greiðsluáætlun. Lausnin byggir á öruggri tokenization-tækni og hentar vel fyrir klúbba, þjónustu sem greitt er fyrir mánaðarlega og aðrar endurteknar innheimtur.

Þú færð:
– Einfaldari greiðsluflæði fyrir áskriftir
– Örugg og vottuð vistun greiðsluupplýsinga
– Sjálfvirka innheimtu og betri yfirsýn í stjórnborðinu

Hafðu samband ef þú vilt bæta við áskriftargreiðslum fyrir þitt fyrirtæki.

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16