AUR hefur flutt greiðslugátt sína til Straums. Aur og Straumur eru bæði hluti af Kviku banka, en aukið samstarf milli félaganna mun bjóða uppá skilvirkari ferla og betri þjónustu fyrir söluaðila. Straumur býður söluaðila Aurs hjartanlega velkomna.
Hvað þýðir samstarf Straums og Aur?
✔ Tækifæri til einföldunar með öll kortaviðskipti á einum stað
✔ Mælaborð með skýru yfirliti yfir veltu og lykiltölur
✔ Aðgangur að færslum með leit eftir kaupdegi, upphæð, kortanúmeri o.fl.
✔ Uppgjör og gjöld sýnd á skýran og aðgengilegan hátt
✔ Auðveldar endurgreiðslur til korthafa
✔ Rafræn viðskiptayfirlit og bein bókhaldstenging við DK, Navision/Business Central, Dynamics AX o.fl.
Ef einhverjar spurningar vakna, þá erum við hér til að aðstoða! Þú getur heyrt í okkur á straumur@straumur.is
Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16