Vef­lausnir

Taktu við greiðslum á netinu með þeim hætti sem hentar þínum rekstri

Greiðslu­síða

Einfaldasta og algengasta leiðin til að taka við greiðslum á netinu

Með greiðslusíðu verslar viðskiptavinurinn í þinni vefverslun og gengur svo frá kaupunum á öruggri greiðslusíðu Straums. Þegar greiðslu er lokið fær kaupandi senda kvittun og flyst aftur í vefverslunina þína.

Greiðslusíða Straums býður upp á tengingar við helstu vefverslunarkerfi eins og WooCommerce, Bókun og PrestaShop sem gerir uppsetningarferlið einstaklega auðvelt.­­­ Greiðslusíða Straums styður við Apple Pay. Tæknilegar upplýsingar má finna í tækniforskrift (e. specifications).

Svona virkar greiðslusíðan:

1

Viðskiptavinur verslar í vefversluninni þinni og velur að greiða

2

Viðskiptavinur færist á greiðslusíðu Straums og gengur frá kaupum

3

Viðskiptavinur fær senda kvittun og flyst aftur á vefverslun

Greiðslu­gátt

Sérsníðanleg lausn fyrir stærri vefverslanir og kerfi

Greiðslugáttina má forrita sérstaklega á móti þínum kerfum samkvæmt tækniforskrift (e. specifications) en hún tengist einnig við WooCommerce og Magento vefverslunarkerfi.

Greiðslugáttin styður hefðbundna vefverslun og reglulegar greiðslur. Lausnin styður heimildaleit sem gerir vefverslunum kleift að taka frá heimild fyrir pöntun viðskiptavinar en sækja svo heimild fyrir endanlegri upphæð síðar. Þetta fækkar endurgreiðslum og lækkar þar með kostnað og bætir upplifun viðskiptavina. Auk þess uppfyllir greiðslugáttin nýjar kröfur Evrópusambandsins um öryggi færslna (3D Secure).

1

Forritaðu þína eigin greiðslulausn eftir þínu höfði, samkvæmt þínu vöru­merki

2

Viðskipta­vinur fer í gegnum allt kaupferlið innan vef­verslunarinnar þinnar

3

Styður hefð­bundnar greiðslur, reglulegar greiðslur og heimildaleit

Greiðslu­tenglar

Hagkvæm og sniðug lausn til að taka á móti greiðslum á netinu

Greiðslutenglar henta þeim sem hafa einfalt vöruframboð eða vilja sérsníða vörukörfu sína að viðskiptavinum sínum.

Greiðslutenglar eru hlekkir á örugga greiðslusíðu Straums sem þú sendir beint á viðskiptavini þína. Tengillinn birtist sem vefslóð sem hægt er að afrita og áframsenda á korthafa. Greiðslutengillinn inniheldur verð og aðrar upplýsingar um vörur sem þú stillir á þjónustuvef. Tenglarnir geta verið ein- eða margnota, innihaldið afslátt og fleira.

Svona virka greiðslutenglar:

1

Þú stillir verð, vöru­­upplýsingar, afslátt og fleira á þjónustu­vef

2

Þú sendir hlekkinn á viðskiptavin

3

Viðskiptavinur gengur frá kaupum á öruggri greiðslusíðu Straums

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16