Fréttir /

Ný og betri greiðslusíða Straums

29.11.2024

Á nýrri greiðslusíðu Straums hafa viðskiptavinir möguleika á að greiða með korti, Google Pay og Apple Pay.

Greiðslusíðan er hönnuð með áherslu á einfaldleika og þægindi fyrir þína viðskiptavini. Með Google Pay og Apple Pay verður greiðsluferlið enn fljótlegra og einfaldara, sérstaklega fyrir þá sem kjósa að nota farsíma eða önnur snjalltæki. Viðskiptavinir þurfa aðeins að velja sinn uppáhalds greiðslumáta og ljúka greiðslunni á örfáum sekúndum.

Á þjónustuvefnum er hægt að stilla þinn lit og lógó sem birtist á greiðslusíðunni sem tryggir að hönnunin endurspegli þitt vörumerki og skapi góða upplifun fyrir þína viðskiptavini.

Straumur leggur áherslu á öryggi og þægindi í hverri færslu. Öryggislausnir okkar tryggja hverja greiðslu með sterkri auðkenningu og nýjustu svikavörnum, svo viðskiptavinir geta treyst því að allar færslur séu öruggar og áreiðanlegar.

Ef þú vilt nýta þér greiðslusíðu Straums getur þú heyrt í okkur á straumur@straumur.is

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16