Fréttir /

Greiðslutenglar Straums

14.11.2024

Hagkvæm og sniðug lausn til að taka á móti greiðslum á netinu

Greiðslutenglar henta þeim sem hafa einfalt vöruframboð eða vilja sérsníða vörukörfu sína að viðskiptavinum sínum - án þess að þurfa posa eða vera með sérstaka vefverslun eða app. Nú getur þú stofnað greiðslutengla á auðveldan hátt á þjónustuvef Straums.

Greiðslutenglar eru hlekkir á örugga greiðslusíðu Straums sem þú sendir beint á viðskiptavini þína. Tengillinn birtist sem vefslóð sem hægt er að afrita og áframsenda á korthafa. Greiðslutengillinn inniheldur verð og aðrar upplýsingar um vörur sem þú stillir á þjónustuvef. Tenglarnir geta verið ein- eða margnota, innihaldið afslátt og fleira.

Svona virka greiðslutenglar:

  1. Þú stillir verð, vöru­­upplýsingar, afslátt og fleira á þjónustu­vef.
  2. Þú sendir hlekkinn á viðskiptavin.
  3. Viðskiptavinur gengur frá kaupum á öruggri greiðslusíðu Straums með korti, Google Pay eða Apple Pay.

Ef þú vilt nýta þér greiðslutengla, hafðu samband við okkur á straumur@straumur.is og við virkjum aðgang fyrir þig.

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16