Í viðtali við Morgunblaðið er fjallað um samstarf Straums við evrópska færsluhirðinn Adyen. Lesa má greinina í heild sinni hér.
Með samstarfinu við Adyen fær Straumur aðgang að einni fullkomnustu fjártækni heims. Þetta þýðir að íslensk fyrirtæki geta notið sömu framsæknu lausnir og alþjóðlegu fyrirtæki á borð við HM, Spotify og Microsoft en á sama tíma fengið þjónustu sem er aðlöguð að íslenskum þörfum:
„Hjá Adyen einbeitum við okkur að því að þróa bestu lausnirnar fyrir fremstu fyrirtækin. Þess vegna erum við spennt fyrir samstarfinu við Straum og söluaðila þeirra. Straumur hefur markað sér stöðu í fararbroddi íslensks greiðslumarkaðar og veitir söluaðilum tækifæri til að nýta alla möguleika lausna okkar, hvort sem er í ferðaþjónustu, veitingarekstri, verslun eða öðrum geirum.
Við hlökkum til að innleiða framúrskarandi greiðslulausnir, háþróaða greiningu á greiðslugögnum og einfalda uppgjörsferla með Straumi fyrir íslenska markaðinn í heild sinni.“ segir Tobias Lindh, framkvæmdastjóri Adyen fyrir Norðurlönd og Eystrasaltslönd.
Nýtt tímabil í íslenskri greiðslumiðlun
Með þessu samstarfi er grunnurinn lagður að nýju tímabili í greiðslumiðlun á Íslandi. Fyrirtæki fá nú aðgang að fullkomnustu greiðslulausnum sem völ er á, án þess að þurfa að fórna staðbundinni þjónustu eða aðlögun að íslenskum rekstrarskilyrðum.
„Við trúum á einfaldleika, skilvirkni og öfluga þjónustu. Straumur og Adyen eru saman að færa íslenskum fyrirtækjum greiðslulausnir framtíðarinnar – og við erum rétt að byrja," segir Lilja að lokum.
Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16