Fréttir /

Samstarf sem umbreytir greiðslulausnum á Íslandi

26.02.2025

Heild­stæð greiðslu­lausn fyr­ir ís­lensk­an markað

Í viðtali við Morgunblaðið er fjallað um samstarf Straums við evrópska færsluhirðinn Adyen. Lesa má greinina í heild sinni hér.

Með sam­starf­inu við Adyen fær Straum­ur aðgang að einni full­komn­ustu fjár­tækni heims. Þetta þýðir að ís­lensk fyr­ir­tæki geta notið sömu fram­sæknu lausn­ir og alþjóðlegu fyr­ir­tæki á borð við HM, Spotify og Microsoft en á sama tíma fengið þjón­ustu sem er aðlöguð að ís­lensk­um þörf­um:

  • Nú­tíma greiðslu­lausn­ir – Vef­versl­an­ir, posaþjón­usta og stak­ar greiðslur í einu upp­gjöri.
  • Öflug­ur þjón­ustu­vef­ur – Aðgang­ur að gagna­grein­ing­um og ít­ar­leg­um stjórn­un­ar­verk­fær­um.
  • Íslenskt viðmót og þjón­usta – Upp­gjör í ís­lensk­um krón­um, teng­ing­ar við inn­lend af­greiðslu- og bók­halds­kerfi og sér­sniðnar lausn­ir fyr­ir ís­lensk­an markað.
  • Ein­falt og skil­virkt greiðslu­ferli – All­ar greiðslu­leiðir á ein­um stað, með ein­um samn­ingi og einu upp­gjöri.
Straumur býður uppá fjölbreyttar vef- og posalausnir

„Hjá Adyen ein­beit­um við okk­ur að því að þróa bestu lausn­irn­ar fyr­ir fremstu fyr­ir­tæk­in. Þess vegna erum við spennt fyr­ir sam­starf­inu við Straum og söluaðila þeirra. Straum­ur hef­ur markað sér stöðu í far­ar­broddi ís­lensks greiðslu­markaðar og veit­ir söluaðilum tæki­færi til að nýta alla mögu­leika lausna okk­ar, hvort sem er í ferðaþjón­ustu, veit­ing­a­rekstri, versl­un eða öðrum geir­um.

Við hlökk­um til að inn­leiða framúrsk­ar­andi greiðslu­lausn­ir, háþróaða grein­ingu á greiðslu­gögn­um og ein­falda upp­gjörs­ferla með Straumi fyr­ir ís­lenska markaðinn í heild sinni.“ seg­ir Tobi­as Lindh, fram­kvæmda­stjóri Adyen fyr­ir Norður­lönd og Eystra­saltslönd.

Nýtt tíma­bil í ís­lenskri greiðslumiðlun

Með þessu sam­starfi er grunn­ur­inn lagður að nýju tíma­bili í greiðslumiðlun á Íslandi. Fyr­ir­tæki fá nú aðgang að full­komn­ustu greiðslu­lausn­um sem völ er á, án þess að þurfa að fórna staðbund­inni þjón­ustu eða aðlög­un að ís­lensk­um rekstr­ar­skil­yrðum.

„Við trú­um á ein­fald­leika, skil­virkni og öfl­uga þjón­ustu. Straum­ur og Adyen eru sam­an að færa ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um greiðslu­lausn­ir framtíðar­inn­ar – og við erum rétt að byrja," seg­ir Lilja að lok­um.

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16