Fréttir /

Metnaðarfullt ár að baki og spennandi tímar framundan 🚀

20.12.2024

Við hjá Straumi erum ótrúlega stolt af öllu því sem hefur áunnist á þessu ári í nánu samstarfi við okkar frábæru tækniaðila Adyen ásamt öðrum sölu- og samstarfsaðilum. Þessi samstörf hafa gert okkur kleift að bjóða íslenskum fyrirtækjum framúrskarandi greiðslulausnir sem auðvelda daglegan rekstur og skapa betri upplifun fyrir viðskiptavini.

Þjónustuvefurinn – sniðinn að þörfum söluaðila

Markmið okkar er einfalt: Að vera besta greiðslumiðlunarþjónustan fyrir innlend fyrirtæki. Þjónustuvefurinn er hannaður með þarfir íslenskra söluaðila í forgrunni, og við erum þakklát fyrir allar tillögur sem hafa borist. Þær hafa hjálpað okkur að bæta þjónustuna og innleiða nýjungar sem söluaðilum okkar þykja nauðsynlegar. Við trúum því að sveigjanleiki og skjótar lausnir skipti sköpum.

Samstarf við Adyen – greiðslulausnir á heimsmælikvarða!

Með samstarfi okkar við Adyen höfum við tryggt að okkar söluaðilar geti notað sömu greiðslulausnir og stór alþjóðleg fyrirtæki á borð við Booking, Uber, Subway, Spotify og H&M. Adyen er einn stærsti færsluhirðir í Evrópu og þekktur fyrir framúrskarandi tæknilausnir.

Straums posar og nýjustu greiðslulausnirnar

Á síðustu mánuðum höfum við sett á laggirnar okkar eigin posaleigu og eru fjölmargir söluaðilar Straums nú þegar að nýta Straums posa með nýjasta hugbúnaði í samstarfi við Adyen. Nýju posarnir okkar bjóða upp á ótrúlega möguleika:

  • Samþætting við öll helstu sölukerfi á Íslandi.
  • Sölukerfi sem app í posanum sjálfum.
  • Móttaka gjafabréfa sem einfaldar upplifun viðskiptavina.
  • Og svo miklu meira! Posarnir taka við fleiri tegundum af greiðslukortum, bjóða uppá myntval, þjórfé og hægt er að gefa til góðgerðamála.

Veflausnir sem skila árangri

Við höfum rúllað út frábærum veflausnum á síðustu misserum og erum að bæta við fleiri lausnum á næstu vikum. Við getum lofað spennandi nýjungum sem bæta upplifun söluaðila og viðskiptavina þeirra. Meðal nýjunga sem eru komnar eru:

  • Greiðslutenglar eru hagkvæm og einföld leið að taka við greiðslum á netinu.
  • Greiðslusíða Straums er örugg leið til að taka við greiðslum með kortum, Google Pay og Apple Pay.
  • Tenging við öll helstu vefverslunarkerfi. Við höfum innleitt viðbætur fyrir vefverslunarkerfi eins og Shopify, WooCommerce, WordPress, SmartWebber og fleiri á leiðinni.

Við erum bara rétt að byrja!

Árið hefur einkennst af hraða, vexti og nýsköpun – og þetta er aðeins byrjunin. Við þökkum viðskiptavinum okkar og öllum tæknifyrirtækjum sem hafa tekið þátt í þessu ferðalagi með okkur. Við hlökkum til nýrra áskorana á næsta ári og erum full af eldmóði fyrir áframhaldandi vöxt.

Við þökkum traustið og frábært samstarf á árinu sem er að líða,

Straums teymið 🙌

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16