Fréttir /

Mikilvægi sterkrar auðkenningar í öruggum kortaviðskiptum

12.12.2024

Það er ávinningur bæði fyrir söluaðila og viðskiptavini að bjóða upp á örugg kortaviðskipti. Með því að nýta sterka auðkenningu, eins og 3D Secure, er hægt að auka öryggi kortafærslna og lágmarka hættuna á sviksamlegum viðskiptum.

Hvað er sterk auðkenning?

Sterk auðkenning er krafa samkvæmt reglum Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu. Hún tryggir að greiðslur séu sannvottaðar þegar viðskiptavinir staðfesta þær í netverslun, skrá sig inn í app eða nota netbanka.

3D Secure er lykiltæki í þessu ferli og er notað til að:

  • Staðfesta að sá sem notar kortið sé raunverulega skráður notandi þess.
  • Tryggja öryggi færslna á netinu þar sem kort eru ekki á staðnum.
  • Auka vernd í snertilausum færslum í gegnum snjallsíma eða posa.

Hvernig virkar sterk auðkenning?

Viðskiptavinir þurfa að sýna fram á hverjir þeir eru með því að velja tvær af þremur eftirfarandi aðferðum:

  1. Lífkenni – t.d. fingrafar eða andlitsskanni á snjallsíma.
  2. Lykilorð eða PIN – sem aðeins notandinn þekkir.
  3. Rafræn skilríki – t.d. í síma, á korti eða með öryggislykli.

Þessar aðferðir vinna saman til að koma í veg fyrir falskar greiðslur eða innskráningar og veita öfluga vörn gegn netglæpum, sem hafa aukist samfara vexti netviðskipta.

Sterk auðkenning í þjónustu Straums

Til að tryggja öryggi allra viðskiptavina krefst Straumur þess að söluaðilar notist við sterka auðkenningu í eftirfarandi þjónustum:

  • Netverslun – allar greiðslur í gegnum heimasíður.
  • Greiðslur á netinu – færslur í snjallsímum og öðrum rafrænum lausnum.

Sterk auðkenning verndar bæði söluaðila og viðskiptavini, eykur traust og dregur úr svikum. Við hvetjum alla söluaðila til að tryggja að þeir noti örugg og viðurkennd kerfi eins og 3D Secure í sínum viðskiptum.

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16