Fréttir /

Við erum að ráða!

02.10.2024

Straumur leitar að jákvæðum og þjónustumiðuðum sérfræðingi til að ganga til liðs við ört stækkandi teymi Straums. Sem sérfræðingur í greiðslulausnum munt þú gegna mikilvægu hlutverki við að innleiða posa- og greiðslulausnir Straums. Þú munt vinna með söluaðilum, sinna tæknilegri aðstoð og veita framúrskarandi þjónustu. 


Helstu verkefni og ábyrgð: 
  • Vera í sambandi við söluaðila við að innleiða greiðslulausnir Straums á markaðnum. 
  • Veita tæknilega aðstoð og leysa fjölbreytt verkefni þegar þau koma upp. 
  • Fylgjast með tækninýjungum í heimi greiðslumiðlunar. 
  • Vinna bakvaktir í greiðsluþjónustu og vera aðgengileg-/ur ef þörf skapast um kvöld og helgar. 
Hæfnis og menntunarkröfur:
  • Hæfni til að veita hágæða þjónustu og lausnamiðað hugarfar. 
  • Sterk skipulags- og samskiptahæfni. 
  • Hæfni til að tileinka sér nýja þekkingu hratt 
  • Þekking á vefumsjónarkerfum og afgreiðslukerfum. 
  • Reynsla af greiðslumiðlun og/eða færsluhirðingu er kostur 
  • Tæknilega innsýn og hæfni til að skilja og leysa tæknilegar áskoranir. 
  • Njóta þess að vinna í hröðu, hópmiðuðu umhverfi. 
  • Færni bæði í íslensku og ensku. 

Straumur, dótturfélag Kviku banka, leggur áherslu á að vera leiðandi í fjártækni og veita framúrskarandi þjónustu. Starfsumhverfið einkennist af samvinnu og sveigjanleika, með áherslu á gildi Kviku sem eru hugrekki, einfaldleiki og langtímahugsun. 

Nánari upplýsingar veitir Lilja Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri, lilja@straumur.is  

Sótt er um starfið hér á umsóknarvef Kviku. Umsóknarfrestur er til og með 13.10.2024. 

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16