Straumur vinnur að því að skipta um færsluhirði og mun í framhaldi færa alla greiðsluvinnslu sína til Adyen. Með breytingunni mun Straumur efla greiðsluþjónustu sína enn frekar og veita söluaðilum sínum straumlínulagðari og skilvirkari greiðsluupplifun ásamt því að bjóða uppá fjölmargar nýjungar.
Fyrstu Straums posarnir með hugbúnaði frá Adyen eru nú komnir í prófanir hjá völdum söluaðilum og gengur framar vonum. Gert er ráð fyrir að fara af stað með uppfærslu yfir í nýja posa í lok sumars. Vinna við að tengja veflausnir er komin vel á veg og ný glæsileg greiðslusíða og greiðslugátt ásamt helstu vefverslunar tengingum verða tilbúnar í haust.
Við hlökkum til að halda áfram að efla greiðsluþjónustu okkar enn frekar með okkar frábæru söluaðilum.
Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16