Straumur er að færa allar bakendatengingar frá Valitor (nú Rapyd) yfir til Adyen, sem býður upp á öfluga og nútímalega tæknihögun með auknum stöðugleika, hraða og sveigjanleika til framtíðar.
Ef þú ert með greiðslutengingu í gegnum Valitor, þarf að ljúka uppfærslu í nýja lausn Straums í síðasta lagi 31. maí 2025 til að tryggja áframhaldandi virkni greiðslna í vefversluninni þinni.
Þetta á við um viðskiptavini sem nota annað af eftirfarandi:
1. Ef þú ert með Valitor Pay (API) tengingu:
Við mælum með að uppfæra í Straums Components, sem veitir beina tengingu við greiðslugáttina.
Ef þú notar vistuð kort eða áskriftargreiðslur, þarftu einnig að virkja tokenization. Hægt er að velja milli:
2. Ef þú ert með greiðslusíðu Valitor:
Við mælum með að uppfæra í Straums Greiðslusíðu (Hosted Checkout) – örugga vefsíðu hýsta af Straumi þar sem greiðsla fer fram.
Lausnin er einföld í uppsetningu og Straumur styður vinsæl kerfi eins og Shopify og WooCommerce.
Við erum hér til að hjálpa. Hafðu samband:
📩 Þjónustuteymi: straumur@straumur.is
👩💻 Þróunarteymi (vegna API tenginga): developers@straumur.is
Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16