Fréttir /

Vörum við bókunarsvikum!

14.01.2025

Vegna aukinnar umræðu um bókunarsvik hjá innlendum ferðaþjónustuaðilum viljum við vekja athygli ykkar á því hvernig hægt er að fylgjast með því hvort netfærslur séu 3D auðkenndar. 
 
Bókunarsvikin virðast lýsa sér þannig að endursöluaðilar bóka ferðir hjá íslenskum ferðaþjónustuaðilum, oft með skömmum fyrirvara, og greiða með stolnum kortum. Kortin eru gefin út utan Evrópu og styðja ekki 3D Secure auðkenningu. Ferðamenn mæta í ferðirnar, en skömmu síðar berst endurkrafa frá kortafyrirtækjum þar sem gefið er til kynna að kort hafi verið stolið og að korthafi hafi ekki nýtt þjónustuna. Þar sem þessar færslur eru ekki 3D auðkenndar fellur ábyrgðin á söluaðilann. 

Á þjónustuvef Straums má skýrt sjá hvort netfærsla sé 3D auðkennd. Við hvetjum ykkur til að vera vakandi fyrir netfærslum sem merktar eru Csc án 3D auðkenningar. Undir flipanum Færslur er hægt að bæta við dálkum 3D secure og Auðkenningaraðferð.

Þjónustuvefur Straums

Hvað skal hafa í huga? 

  • Ef kortin eru gefin út utan Evrópu og færslurnar eru ekki 3D auðkenndar fellur endurkröfuábyrgð á söluaðila. Sérstaklega skal fylgjast vel með bókunum sem gerðar eru með skömmum fyrirvara. 
  • Ef þið hafið grun um að kortafærslur séu gerðar með stolnum kortum eða ef ekki er hægt að staðfesta að viðskiptavinur sé raunverulegur korthafi, mælumst við eindregið til þess að hafna bókuninni og endurgreiða færsluna. 

Við erum hér til að aðstoða. Ef þið hafið einhverjar spurningar eða þarfnist ráðgjafar í tengslum við þetta, hafið endilega samband við okkur.

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16