Endurkrafa kallast það þegar korthafi mótmælir kortafærslu. Korthafi hefur rétt á að andmæla færslu á kortinu sínu með því að hafa samband við sinn kortaútgefanda. Farið er eftir reglum kortafélaganna sem taka síðan lokaákvörðun um hvort að korthafi eigi rétt á að fá endurkröfuna endurgreidda eða ekki. Ef lokaákvörðun er korthafa í vil þá er fjárhæðin skuldfærð af söluaðila. Í einhverjum tilfellum er fjárhæð bakfærð tímabundið af söluaðila á meðan endurkröfuferlið á sér stað.
Ástæður þess að viðskiptavinir fara fram á endurkröfu eru margar. Algengustu ástæðurnar eru:
Hafa ber í huga að viðskiptavinur getur ekki farið fram á endurkröfu á færslu einungis á þeim forsendum að hann kannist ekki við færsluna hafi færslan verið staðfest með 3D secure kóða í gegnum SMS eða netbanka. Færslur sem staðfestar eru með þessum hætti eru alfarið á ábyrgð korthafa.
Söluaðili hefur rétt á að andmæla endurkröfu ef hann telur sig geta sýnt fram á sönnun þess að endurkrafa eigi ekki rétt á sér. Mikilvægt er að söluaðili fylgist sjálfur með því hvort tilkynning um endurkröfur hafi borist þar sem tímafresturinn til þess að svara er stuttur. Tilkynningar um endurkröfur birtast inn á Þjónustuvef Straums. Mikilvægt er að söluaðili sendi gögn sér til sönnunar sem fyrst eftir að hann fær endurkröfu á sig. Hægt er að hlaða inn gögnum beint inn á þjónustuvefinn. Leiðbeiningar eru einnig að finna inn á þjónustuvefnum.
Þegar söluaðili hefur sent inn viðeigandi gögn inn á þjónustuvefinn fer endurkröfuferlið af stað. Meðhöndlun endurkrafna er samkvæmt reglum kortafélaganna. Andmælaréttur seljanda er samkvæmt endurkröfureglum hvers kortafélags fyrir sig. Nánari upplýsingar varðandi endurkröfur er að finna í 6. gr. Sérstakra skilmála og leiðbeininga í Viðskiptaskilmálum Straums.
Skynsamlegt er að söluaðilar geri fyrirbyggjandi ráðstafanir til að minnka líkur á endurkröfum því þær geta leitt til fjárhagslegs tjóns. Vert er að benda á að söluaðili greiðir fyrir hverja endurkröfu sem hann fær á sig, sjá verðskrá Straums. Hér eru nokkur dæmi sem söluaðili getur gert til að minnka endurkröfuáhættuna:
Hægt er að fá aðstoð hjá starfsfólki Straums með því að senda tölupóst á straumur@straumur.is
Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16