Myntval (e. Dynamic Currency Conversion) býður korthafa upp á að greiða í sínum gjaldmiðli um leið og færslan á sér stað.
- Korthafi greiðir þóknun fyrir þessa þjónustu sem söluaðili fær endurgreidda að hluta
- Auknir tekjumöguleikar fyrir söluaðila og aukin þjónusta við viðskiptavini
- Korthafi losnar við gengisáhættu
- Söluaðili ber að tilkynna korthafa kostnað þjónustunnar og fá samþykki fyrir að notast við myntval áður en gengið er frá færslu
- Posinn skynjar sjálfvirkt hvort greiðslukort sé erlent og býður korthafa að velja hvort hann greiði í íslenskum krónum eða gjaldmiðli heimalands síns
- Mikilvægt er að hafa í huga að söluaðili má ekki taka ákvörðun fyrir korthafa
Hafðu samband við þjónustufulltrúa á straumur@straumur.is ef þú vilt vita meira um Myntval eða vilt fá þessa greiðslulausn í posann þinn.
Here you can read about DCC in english.