Leiðbeiningar og reglur

Upp­lýsingar á vef­síðum sölu­aðila

Vefsíður þurfa að uppfylla ákveðin viðmið sem kortafélögin gera kröfu um. Ef þessum kröfum er framfylgt þá eykur það bæði öryggi söluaðila og korthafa. Söluaðilar taka sjálfir ábyrgð á því að neðangreind atriði séu í lagi. Ef neðangreind atriði eru í ekki í lagi getur það aukið endurkröfuáhættu. Nánari upplýsingar um endurkröfur er að finna hér.



Gátlisti

Upplýsingar um söluaðila:
  • Nafn söluaðila (Nafn fyrirtækis/Nafn einyrkja)
  • Kennitala söluaðila og VSK númer (ef það á við)
  • Heimilisfang
  • Símanúmer og netfang

Vörur og þjónusta:
  • Verð á vörum/þjónustu
  • Lýsing á vörum/þjónustu sem er til sölu
  • Sala á kremum/vökva sem ætlaður er útvortis: Magn innihalds ásamt innihaldslýsingu þarf að vera sýnileg

Viðskiptaskilmálar (Terms & Conditions):
  • Nafn fyrirtækis
  • Vísa í lög (Governing law)
  • Land/bær þarf að koma fram (Visa location rules)
  • Afbókunar- og skilaréttur. Hér er hægt að fá frekari upplýsingar um birtingu skilmála á netinu í tengslum við afbókanir og vöruskil.
  • Afhendingarskilmálar:
    - Afhendingarmáti
    - Afhendingartími
    - Flutningsaðili
    - Sendingarkostnaður

Persónuverndarupplýsingar (Privacy policy - European region only):
  • Persónuverndarstefnan skal uppfylla kröfur laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, sbr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679


Greiðsluferli:
  • Box fyrir skilmála verða að vera í greiðsluferli eða körfu, þar sem korthafi þarf sjálfur að haka við „smella til að samþykkja“ box til samþykkis um að hann hafi lesið og samþykkt skilmálana. Ath. Boxið má ekki vera fyrirfram hakað
  • Ekki er heimilt að viðskiptavinur komist áfram í greiðsluferlinu án þess að vera búinn að haka við “staðfesta skilmála”


Greiðslusíða:
  • Merki kortasamtakanna (VISA/MasterCard/AMEX) sem samningurinn nær yfir þurfa að birtast á greiðslusíðu
  • Tegund færslumyntar
  • Nafn sölustaðar (DBA nafn)
  • Heimilisfang fyrirtækis
  • Netfang og símanúmer söluaðila

Here you can find a checklist for payment pages in english.

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16