Shopify viðbót (e. plugin)

Leiðbeiningar um hvernig á að hlaða niður og setja upp Shopify viðbót Straums

1. Senda póst á straumur@straumur.is til að virkja þinn aðgang

  • Áður en hægt er að setja tenginguna (e. plugin) upp í Shopify vefverslun þarf að hafa samband við þjónustuteymi Straums til að virkja tenginguna þína.
  • Þjónustuteymi Straums þarf upplýsingar um Store name sem sést á myndinni hér að neðan:
Shopify valmynd

  • Það er hægt að sannreyna að rétt Store name hafi verið valið með því að setja það í slóðina: [store-name].myshopify.com og ef sú slóð skilar þér inn á rétta síðu þá er nafnið rétt (t.d. sopranhoss.myshopify.com).
  • Hægt er að hafa samband við okkur á straumur@straumur.is til að virkja þinn aðgang.

2. Hlaða niður Shopify viðbótinni

  • Opnaðu Shopify App Store og bættu Straumur viðbótinni við netverslun þína (Add app → Install App).
  • Veldu hvaða verslun á að tengjast. 
Shopify app store

3. Tengja verslun

  • Þegar verslun hefur verið valin hefst uppsetningarferlið (sjá mynd)
  • Smelltu á install
  • Ef notandi er þegar skráður inn í Shopify admin er hann beðinn um að velja hvaða verslun á að setja upp tengingu við.
  • Ef notandi er ekki skráður inn verður honum vísað á Shopify innskráningasíðuna.

 

  • Staðfestu tenginguna með því að smella á confirm

4. Veldu greiðslumáta

  • Á þessari síðu velur þú greiðslumáta.
  • Visa og Mastercard eiga að vera valin. Aðrar kortategundir eru ekki studdar eins og er en verða aðgengilegar fljótlega.

5. Prófa og virkja tengingu

  • Hér er hægt að setja tenginguna í prófunarham. Eftir að prufupöntuninni er lokið geturðu virkjað kerfið til notkunar í raunumhverfi!
  • Til að klára uppsetningu er nauðsynlegt að virkja tenginguna með því að velja activate.
  • Við mælum með að gera eina færslu í gegnum nýju tenginguna til að prófa hana.

💡Mikilvægt 💡
Afvirkja (e. deactivate) þarf fyrri tengingu þegar búið er að tengjast Straumi.

  • Ýttu á deacitvate til að afvirkja fyrri tengingu.
  • Þetta skref á aðeins við um þá notendur sem eru að flytja tengingu á milli þjónustuaðila og á ekki við um nýskráða notendur.

Nú getur þú byrjað að taka á móti greiðslum með Shopify viðbót Straums 🛒

Ef þú ert með spurningar eða lendir í vandræðum, ekki hika við að heyra í okkur eða sendu okkur tölvupóst á straumur@straumur.is.

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16