WooCommerce viðbót Straums

Leiðbeiningar fyrir uppsetningu á WooCommerce viðbót Straums.

1.   Til að hefja uppsetningu þarftu að vera með:

  • Virka WooCommerce vefverslun.
  • API lykil (e. API key) frá Straumi.
  • Auðkenni útstöðvar (e.Terminal Identifier) Leiðbeiningar hvernig má finna API lykil og auðkenni útstöðvar má finna í kafla 4 og 5.

2.   Fylgdu eftirfarandi skrefum til að setja upp viðbótina:

 

1.   Hlaða inn og virkja viðbótina:

  • Farið í Viðbætur (e.Plugins) → "Add New Plugin" í Wordpress stjórnborðinu.
  • Veljið "Upload Plugin" og smellið á "Choose File".  Finnið ZIP skrána fyrir WooCommerce viðbóð Straums (e. Straumur Payments for WooCommerce) og smelltu á "Install Now."
  • Eftir uppsetningu, smelltu á "Activate Plugin"

2.   Uppsetning og stillingar

  • Farið í "WooCommerce" → "Settings" → "Payments."
  • Finnið Greiðslugátt Straums og smelltu á "Manage."  Stillingasíða viðbótarinnar ætti að koma upp:
  • Sláið inn API lykil frá Straumi og auðkenni útstöðvar (skilyrði).  Leiðbeiningar hvernig má finna API lykil og auðkenni útstöðvar má finna í kafla 4 og 5.
  • Búið til Webhook á þjónustuvef Straums með webhook slóðinni.  Sjá leiðbeiningar í kafla 6.
  • Sláðu inn HMAC lykilinn sem þú færð á þjónustuvef Straums (Nauðsynlegt)
  • (Valfrjálst) Þema lykill er valfrjáls og gerir þér kleift að sérsníða útlitið á greiðslusíðunni. Skilið eftir autt ef þið viljið ekki sérsníða útlit síðunnar. Hægt er að útbúa sérsniðin þemu á þjónustuvef Straums og þema lykilinn má finna þar.

3. Vistaðu stillingarnar

  •  Eftir að hafa fyllt út nauðsynlegar stillingar, smelltu á "Save changes."

 

3.  Lykilstillingar útskýrðar

  • Titill: Það sem viðskiptavinir sjá á greiðslusíðu. Verður að vera einfalt og lýsandi.
  • Lýsing: Upplýsingar um hvernig Straumur framkvæmir greiðsluna á öruggan hátt
  • API lykill: Þinn einstaki API lykill notaður til að staðfesta API beiðnir
  • Terminal Identifier: Auðkenni fyrir þitt Straums tæki. Án þess er ekki hægt að framkvæma greiðslur.
  • Prófunarstilling (Testmode): HMAC Secret til að sannreyna tilkynningar/vefkróka (e. webhooks)Webhook slóð: Notað til að skrá vefkrók á greiðslusíðu StraumsTheme Key: Skipta um á greiðslusíðu Straum með eigin þemu og lógó
  • Manual Capture (Authorize only) Veldu þennan valmöguleika ef þú vilt sækja heimild við afgreiðslu en innheimta greiðsluna síðar. Í þessu tilviki er heimildin geymd þar til þú staðfestir greiðslu. Ef ekki er merkt, verður greiðsla innheimt sjálfkrafa um leið og greiðslan er staðfest.
  • Prófunarstilling (Testmode): HMAC Secret til að sannreyna tilkynningar/vefkróka (e. webhooks)Webhook slóð: Notað til að skrá vefkrók á greiðslusíðu StraumsTheme Key: Skipta um á greiðslusíðu Straum með eigin þemu og lógó
  • Manual Capture (Authorize only) Veldu þennan valmöguleika ef þú vilt sækja heimild við afgreiðslu en innheimta greiðsluna síðar. Í þessu tilviki er heimildin geymd þar til þú staðfestir greiðslu. Ef ekki er merkt, verður greiðsla innheimt sjálfkrafa um leið og greiðslan er staðfest.

4. Hvernig næ ég í API lykilinn?

  • Skráðu þig inn á þjónustuvef Straums
  • Farðu í Aðgangur → API lyklar
  • Smelltu á “Stofna nýjan lykil”.  Þá ætti að opnast gluggi til að stofna nýjan lykil.

  • Skráðu nafn lykils t.d. WooCommerce lykill
  • Veldu þá samninga sem eiga vera tengdir þessum lykil.  Einnig er hægt að haka í ”Allir samningar skráðir” og þá er hann tengdur öllum samningum.
  • Þegar búið er að stofna lykilinn þá er hægt að afrita hann með því að smella á táknið við hliðina á lyklinum.
  • Setja lykilinn inn í þar til gerðan reit í WooCommerce viðbótinni.

5. Hvernig næ ég í auðkenni útstöðvar?

  • Skráðu þig inn á þjónustuvef Straums.
  • Farðu í Aðgangur → Útstöðvar
  • Finndu þá útstöð sem er með WooCommerce sem Ecom lausnargerð.  Ef það eru margar þá þarfu að finna þá útstöð sem er tengd þeim samningi sem á að nota fyrir WooCommerce búðina.
  • Smelltu á útstöðina.
  • Auðkenni ústöðvar er þá að finna í glugganum hægra megin.
  • Afrita það gildi og setja í þar til gerðan reit í WooCommerce viðbótinni.

 

6. Hvernig næ ég í HMAC lykilinn? 

  • Skráðu þig inn á þjónustuvef Straums.
  • Farðu í Aðgangur → Webhooks
  • Smelltu á “Stofna nýjan webhook”.  Þá ætti að opnast gluggi til að stofna nýjan webhook.
  • Skráðu nafn lykils t.d. WooCommerce lykill
  • Veldu þá samninga sem eiga vera tengdir þessum lykil.  Einnig er hægt að haka í ”Allir samningar skráðir” og þá er hann tengdur öllum samningum.
  • Þegar búið er að stofna lykilinn þá er hægt að afrita hann með því að smella á táknið við hliðina á lyklinum.
  • Færa lykilinn inn í þar til gerðan reit í WooCommerce viðbótinni.

 

7. Greiðsluferlið

 

1.   Greiðsla viðskiptavinar og framkvæmd

  • Viðskiptavinur velur Greiðslusíðu Straums þegar framkvæma á greiðslu
  • Ef Manual Capture er valið, verður pöntun í "On-Hold".
  • Ef Manual Capture er ekki valið, er greiðsla framkvæmd sjálfkrafa og fer í "Processing."

2.   Webhook tilkynningar

  • Straumur sendir webhook tilkynningar til að staðfesta “Authorized”, “Captured”, “Cancelled” eða “Refunded” greiðslur. Þegar vefkrókur með þessum atburðum berst er pöntunarseðill geymdur og pöntunarstaða uppfærð.
  • Ef viðskiptavinur lýkur ekki við greiðslu
  • Eftir 60 mínútur er hætt við greiðsluferlið og varan fer aftur í birgðarstöðu.
  • Viðskiptavinur getur ýtt á “Back” hnapp og fer aftur á greiðslusíðu þar sem hægt er að reyna aftur að framkvæma greiðslu.

 

8. Framkvæma greiðslur, endurgreiðslur & afbókanir

Framkvæma sjálfkrafa greiðslu (Manual Capture)

  1. Farið í "WooCommerce" → "Orders."
  2. Veljið greiðslu sem þið viljið framkvæma
  3. Breytið pöntun í "Processing" til að staðfesta greiðslu.

Endurgreiðsla/Afbókun:

  1. Farið í "WooCommerce" → "Orders."
  2. Opnið greiðslu sem þið viljið framkvæma
  3. Breytið pöntun í "Refunded" eða "Cancelled" Breyttu pöntunarstöðu í “Cancel” til að hætta við ef staðan er í bið, eða “Refunded” ef greiðsla hefur verið framkvæmd. Það mun gera greiðslubeiðni í Straumur API.

 

9. Skoða greiðslusögu

  • Pöntunarnótur: Þar koma fram allir greiðslubeiðnir, endurgreiðslur og afbókanir. Söluaðilar geta séð nákvæmlega hversu margar greiðslur voru framkvæmdar og upphæð, endurgreitt eða heimilað í hverju skrefi.
  • Meta-gögn: Viðbótin geymir skipulögð gögn (eins og heildar greiðslubeiðnir eða endurgreiðslur) í meta-reitum. Þessi gögn styðja innri rökfræði (t.d. koma í veg fyrir ofendurgreiðslur) og hægt er að skoða þau með því að nota forritunartól eða viðbætur (e. plugin) sem sýna meta-gögn

 

10. Möguleg vandamál / Bilanaleit

  • Vantar API lykil: Án þessara skilríkja getur gáttin ekki virkað. Gakktu úr skugga um að lykillinn sé réttur og hafðu samband við Straum ef þú lendir í vandræðum.
  • Endurtekin tilraun til greiðslu: Tryggir að þakkarsíða birtist einu sinni.

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16